Hola í höggi í fyrsta sinn á Bárarvelli

Gunnar Kristjánsson

Hola í höggi í fyrsta sinn á Bárarvelli

Kaupa Í körfu

Opið afmælismót Ásgeirs Ragnarssonar fór fram á Bárarvelli um helgina, þar sem 48 þátttakendur þreyttu höggleik í blíðskaparveðri. Það óvænta gerðist að tveir fóru holu í höggi á sömu braut, annarri braut. Enn merkilegra var að þeir hétu báðir Viðar. Runólfur Viðar Guðmundsson úr Golfklúbbnum Vestarr í Grundarfirði og hinn var Viðar Gylfason úr Golfklúbbnum Jökli í Ólafsvík. MYNDATEXTI: Viðar Gylfason t.v. tekur við verðlaunum úr hendi Ásgeirs Ragnarssonar, formanns Golfklúbbsins Vestarrs, fyrir að fara holu í höggi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar