Bill Clinton og Hillary Clinton á Íslandi.

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Bill Clinton og Hillary Clinton á Íslandi.

Kaupa Í körfu

Í heimsókn Clinton-hjónanna til Bessastaða færði Sjafnar Gunnarsson, 19 ára einhverfur nemandi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, Bill Clinton mynd af honum sem hann hafði teiknað. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kynnti Sjafnar fyrir Clinton-hjónunum og sagði Sjafnar búa yfir mikilli sérfræðiþekkingu um forsetann fyrrverandi. Sjafnar er mikill áhugamaður um forseta Bandaríkjanna og er Bill Clinton í sérstöku uppáhaldi hjá honum og hefur Sjafnar hengt upp fjölmargar myndir af honum í herbergi sínu. MYNDATEXTI: Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Hillary og Bill Clinton, Sjafnar Gunnarsson, Ásgerður Ólafsdóttir, kennari Sjafnars, og Dorritt Moussaieff.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar