Hlíðarfjall

Margrét Þóra Þórsdóttir

Hlíðarfjall

Kaupa Í körfu

HÉG held að þetta hafi örugglega ekki áður gerst tvö ár í röð," segir Ívar Sigmundsson og vísar til þriggja fanna í svonefndri Hlíðarskál í Hlíðarfjalli. Snjóhaft hefur að jafnaði verið í gili milli neðstu fannarinnar og þeirrar í miðjunni, en hún slitnaði sundur í fyrrasumar og þóttu nokkur tíðindi. Snjóinn í miðjunni tekur öllu jöfnu ekki upp, en eldri borgarar muna þó til þess að slíkt hafi gerst sumarið 1939. Sama er uppi á teningnum nú, skaflinn í gilinu milli fannanna hefur tekið upp. MYNDATEXTI: Hlýindi: Snjó hefur nú tvö ár í röð tekið upp á milli fannanna í Hlíðarskál en slíkt gerist að öllu jöfnu alls ekki. Dökku blettirnir neðst í neðstu fönninni eru íshellar, með allt að tveggja metra lofthæð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar