Ákvæði stjórnarskrárinnar rædd í HR

Jim Smart

Ákvæði stjórnarskrárinnar rædd í HR

Kaupa Í körfu

Ákvæði stjórnarskrárinnar rædd í Háskólanum í Reykjavík Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor og hæstaréttarlögmaður, segir enga stjórnskipulega þörf á embætti forseta Íslands og það megi leggja niður. "Ef menn vilja halda því þá er það mín skoðun að það eigi að fella út synjunarvaldið sem felst í 26. grein. Ef synjunarvaldinu er haldið tel ég nauðsynlegt að Alþingi setji lög um atkvæðagreiðsluna sem fram þarf að fara þegar forseti beitir synjunarvaldinu." Þetta sagði Jón Steinar þegar hann ræddi 26. grein stjórnarskrárinnar ásamt Dögg Pálsdóttur hæstaréttarlögmanni og Lúðvíki Bergvinssyni alþingismanni á fundi Lögréttu í Háskólanum í Reykjavík í gær. Stjórnarskrárgreinin fjallar m.a. um vald forseta Íslands til að synja lagafrumvarpi staðfestingar eftir samþykkt á Alþingi. MYNDATEXTI: Dögg Pálsdóttir flytur erindi sitt í Háskólanum í Reykjavík í gær. Haukur Logi Karlsson var fundarstjóri en frummælendur auk Daggar voru Jón Steinar Gunnlaugsson og Lúðvík Bergvinsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar