Sparkvöllur á Flúðum

Sigurður Sigmundsson

Sparkvöllur á Flúðum

Kaupa Í körfu

Verktakar eru að ljúka við að leggja gervigras á nýjan sparkvöll á Flúðum í Hrunamannahreppi. Völlurinn er á lóð grunnskólans. Gerð vallarins er liður í sparkvallaátaki Knattspyrnusambands Íslands sem leggur til grasið. Sveitarfélagið sér um hluta framkvæmdanna og félagar úr knattspyrnudeild Ungmennafélags Hrunamanna hafa unnið við völlinn í sjálfboðavinnu. Eftir er að girða völlinn af og ganga frá umhverfi hans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar