Styrkveitingar úr Húnasjóði

Karl Sigurgeirsson

Styrkveitingar úr Húnasjóði

Kaupa Í körfu

Hvammstangi | Fimm fengu styrki úr Húnasjóði sem er í vörslu byggðaráðs Húnaþings vestra. Sjóðnum er ætlað að stuðla að fag- og endurmenntun. Húnasjóður var stofnaður af Ásgeiri Magnússyni og Unni Ásmundsdóttur, sem ráku Alþýðuskóla á Hvammstanga árin 1913 til 1920. Styrkurinn er kr. 100.000 á mann en hann hlutu Amalía Lilja Kristleifsdóttir nemi í líffræði, Kolbrún Stella Indriðadóttir nemi í viðskiptafræði, Björgvin Brynjólfsson nemi í stjórnmálafræði, Ægir Pétursson nemi í tölvunarfræði og Margrét Guðrún Ásbjarnardóttir nemi í búvísindum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar