Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar
Kaupa Í körfu
Einn maður lést og annar komst lífs af þegar kanadísk skúta sökk í Faxaflóa SAUTJÁN ára kanadískur piltur var í eina og hálfa klukkustund í sjónum eftir að skúta sem hann var á ásamt 49 ára föðurbróður sínum, sökk um 25 sjómílur suðvestur af Malarrifi á Snæfellsnesi á fimmta tímanum í gær. Eldri maðurinn lést og hélt drengurinn honum á floti þar til að áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kom á staðinn og hífði þá um borð. Mennirnir eru báðir frá Toronto í Kanada. Drengnum varð ekki meint af og bar sig ótrúlega vel á leiðinni heim, að sögn Jakobs Ólafssonar, flugstjóra. MYNDATEXTI: Áhöfn TF-LIF bjargaði drengnum úr sjónum í gær. F.v.: Einar Valsson stýrimaður, Auðunn F. Kristinsson stýrimaður, Jakob Ólafsson flugstjóri, Jón Magnús Kristjánsson læknir og Reynir Garðar Brynjarsson flugvirki.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir