Byggingarkrani féll á fjölbýlishús

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Byggingarkrani féll á fjölbýlishús

Kaupa Í körfu

EKKI munaði nema hársbreidd að bóman á krananum lenti á bíl sem ekið var meðfram húsinu í þann mund sem hann féll. Daníel Sigurðsson, sem vinnur á krana og sinnir uppsetningu og eftirliti með þeim, var við annan mann í bílnum þegar hann heyrði mikinn hávaða fyrir aftan bílinn. Hann leit upp og sá bómuna stefna beint á bílinn. Hann segir þetta hafa gerst hratt og gríðarlegur hávaði orðið þegar kraninn skall til jarðar. Helst hafi þetta minnt á bandarískar stórslysamyndir. Daníel var uppi í krananum fyrir nokkrum dögum til að kanna ástand hans og segir að það hafi vissulega farið um sig þegar hann sá hvernig fór fyrir honum. MYNDATEXTI: Daníel Sigurðsson var í bíl sem ekið var meðfram húsinu í þann mund sem kraninn féll. Turn kranans er hinum megin við húsið en bóman féll yfir það.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar