Strokufanga leitað

Þorkell Þorkelsson

Strokufanga leitað

Kaupa Í körfu

KARLMAÐUR á þrítugsaldri strauk af Litla-Hrauni í gærkvöldi en tilkynning barst lögreglu um atvikið laust fyrir klukkan 19. Allt tiltækt lið lögreglunnar á Selfossi leitaði strokufangans fram eftir kvöldi auk þess sem lögreglan í Reykjavík var með eftirlit á Suðurlandsvegi við Rauðavatn og við Vesturlandsveg og leitaði í bifreiðum á leið til höfuðborgarsvæðisins. Þá var lögreglan í Hafnarfirði með eftirlit á Krísuvíkurvegi og lögreglan á Selfossi leitaði í bifreiðum á mótum Gaulverjabæjarvegar og Eyrarbakkavegar og við Óseyrarbrú. MYNDATEXTI: Lögreglan í Reykjavík stöðvaði bifreiðar sem leið áttu um Suðurlandsveg við Rauðavatn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar