Vigdís Finnbogadóttir í Gróðrarstöðinni Mörk

Þorkell Þorkelsson

Vigdís Finnbogadóttir í Gróðrarstöðinni Mörk

Kaupa Í körfu

ÁFORM eru uppi um að endurheimta svonefnda Brimnesskóga í Skagafirði, sem sagt er frá í Landnámabók Ara fróða, en landið er skógvana í dag. Að sögn Steins Kárasonar, framkvæmdastjóra samstarfshóps um endurheimt skóganna, er stefnt að því að planta í að minnsta kosti 100 hektara lands á næstu tíu árum, samtals um 350.000 plöntum og verða fyrstu plönturnar, á áttunda þúsund birkiplöntur og á sjötta hundrað gulvíðilöntur, gróðursettar á föstudag af nemendum grunnskóla í Skagafirði. Að sögn Steins er markmiðið að þar rísi myndarskógur á nokkrum áratugum sem renni stoðum undir vistvæna- og menningartengda ferðaþjónustu og vistvæna skógrækt. Verkefnið þykir ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að ætlunin er að endurheimta skógana með upprunalegu birki, reyni og gulvíði sem nú vex í Hrolleifsdal og Austurdal í Skagafirði og hefur ágræðslu- og kynbótabirki m.a. verið komið fyrir í Gróðrarstöðinni í Mörk í Fossvogsdal auk gulvíðis. MYNDATEXTI: Vigdís Finnbogadóttir, Steinn Kárason garðyrkjumeistari og Guðmundur Vernharðsson, eigandi gróðrastöðvarinnar Markar, skoða birkiplöntur úr Skagafirði sem verða frægjafar fyrir þúsundir birkiplantna sem planta á í Brimnesskógum á komandi árum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar