Klifandi

Jónas Erlendsson

Klifandi

Kaupa Í körfu

Miklir vatnavextir voru í ám á Suðurlandi í gær MIKLIR vatnavextir voru á Suðurlandi í gær frá Markarfljóti austur að Kirkjubæjarklaustri og skemmdust varnargarðar í ánni Klifandi í Mýrdal. Vatnavextirnir komu í kjölfar mikillar rigningar sem var í gær og undanfarna daga á Suðurlandi en hún minnkaði þegar leið á kvöldið og voru vatnavextirnir í rénun í gærkvöldi, að sögn Gylfa Júlíussonar hjá Vegagerðinni í Vík í Mýrdal. MYNDATEXTI: Unnið að því að beina ánni Klifandi frá varnargarði sem skemmdist í vatnavöxtum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar