Íslenskt viðskiptaumhverfi

Árni Torfason

Íslenskt viðskiptaumhverfi

Kaupa Í körfu

FRUMVÖRP sem byggjast á áliti nefndar um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis verða væntanlega kynnt almenningi á næstu þremur til fjórum vikum. Í framhaldinu verða þau formlega lögð fram á Alþingi. Kom þetta m.a. fram í máli Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra á blaðamannafundi í gær, er hún ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við Háskóla Íslands og formanni nefndarinnar, kynnti skýrslu nefndarinnar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er stefnt að því að afgreiða frumvörpin frá Alþingi fyrir jól. MYNDATEXTI: Fyrir fólkið Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra leggur áherslu á að markaðurinn sé til fyrir almenning en ekki fyrir forstjórana og fyrirtækin. Gylfi Magnússon, formaður nefndarinnar, segir tillögur hennar ekki beinast gegn einstökum fyrirtækjum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar