Þjóðminjasafnið opnað á ný

©Sverrir Vilhelmsson

Þjóðminjasafnið opnað á ný

Kaupa Í körfu

Grundarstóll Ara Jónssonar lögmanns aftur til Íslands SAFNAHÚS Þjóðminjasafns Íslands var opnað formlega að nýju í gærkvöldi eftir gagngerar endurbætur sem staðið hafa yfir frá árinu 1997. Viðstaddir voru á áttunda hundrað boðsgesta, þeirra á meðal forstöðumaður þjóðminjasafns Dana, Carsten U. Larsen, sem afhenti safninu að láni Grundarstól, sem var áður í eigu Ara Jónssonar lögmanns, sonar Jóns Arasonar biskups, sem hálshöggvinn var ásamt sonum sínum í Skálholti 1550. Tveir af þremur stólum sem varðveist hafa voru fluttir til Danmerkur 1843 en árið 1930 kom annar þeirra til Íslands og er hann varðveittur í Þjóðminjasafninu. MYNDATEXTI: Forsetahjónin, menntamálaráðherra og þjóðminjavörður ásamt dönskum starfsbróður sínum virða fyrir sér útskorinn Grundarstól Ara Jónssonar lögmanns sem talið er að hafi verið geymdur í Grundarkirkju ásamt öðrum stól í eigu systur Ara, Þórunnar, sem er í safninu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar