Málverk gefið

Sigurður Jónsson

Málverk gefið

Kaupa Í körfu

Frú Anna Erlendsdóttir á Akranesi færði nýlega safnaðarheimili Oddakirkju á Rangárvöllum málverk eftir föður sinn, séra Erlend Þórðarson, sem sat Oddastað ásamt konu sinni, frú Önnu Bjarnadóttur frá 1918 til 1946. Málverkið sýnir gömlu smiðjuna í Odda, sem þar stóð lengi og allt fram undir 1950, en var þá rifin. Hekla er í baksýn. Tilefni gjafar frú Önnu Erlendsdóttur var 85 ára afmæli hennar og heimsótti hún æskustöðvar sínar á afmælisdaginn ásamt fjölskyldu sinni og afhenti málverkið. Á myndinni eru systurnar Jakobína og Anna (til hægri) Erlendsdætur í Odda með myndina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar