Pólskur sjómaður á Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Pólskur sjómaður á Húsavík

Kaupa Í körfu

Hann virtist djúpt hugsi pólski sjómaðurinn sem ljósmyndari smellti mynd af á Húsavík á dögunum. Hann sat á bryggjupollanum og beið þess að taka við endanum þegar verið var að færa skip hans til í höfninni. Skip hans, skuttogarinn Patricia III, landaði afla, sem fékkst í Barentshafinu, á Húsavík. Patricia III hét upphaflega Ögri RE 72 og er í eigu Íslendinga en siglir nú undir pólsku flaggi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar