Unnur Ómarsdóttir

Jim Smart

Unnur Ómarsdóttir

Kaupa Í körfu

Þó það sé komið rigning og rok og við verðum því sennilega að viðurkenna að sumarið sé farið að styttast er alls ekki þar með sagt að við þurfum að fela okkur inni í húsunum okkar og hætta að njóta þess að vera úti í náttúrunni (þar til snjórinn kemur Unnur þýðir að unna eða elska Unnur Ómarsdóttir, tólf ára, var að veiða við Reynisvatn, með pabba sínum, þegar við hittum hana. Kemurðu oft að veiða? Stundum. Pabbi segir að ég hafi byrjað að veiða þegar ég var tveggja ára. Veiðirðu bæði á sumrin og á veturna? Já, þegar ég get. Það er samt ekki hægt um miðjan vetur. Hvað er gaman við það? Það er bara gaman að geta veitt fisk. Hefurðu veitt stóra fiska? Já, nokkra en ég veit ekki hvað sá stærsti var stór. Veistu af hverju þú heitir Unnur? Ég heiti í höfuðið á systur pabba míns sem á engin börn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar