Kári Steinsson
Kaupa Í körfu
Þó það sé komið rigning og rok og við verðum því sennilega að viðurkenna að sumarið sé farið að styttast er alls ekki þar með sagt að við þurfum að fela okkur inni í húsunum okkar og hætta að njóta þess að vera úti í náttúrunni (þar til snjórinn kemur). Kári þýðir vindur og vetur Kári Steinsson, tólf ára, var að vinna í reiðskólanum Þyrli í Víðidal þegar við hittum hann Ertu oft að vinna í reiðskólanum? Ég byrjaði að vinna síðasta sumar en ég er búinn að vera í sex ár í hestamennsku. Hvernig stóð á því að þú byrjaðir? Þegar ég var lítill vildi ég alltaf fara að leita að hestum og gefa þeim brauð. Svo fór ég á reiðnámskeið og þar fékk ég áhugann. Vinnurðu hérna bæði á sumrin og á veturna? Já, ég kem hingað á hverjum degi á sumrin en á veturna kem ég bara um helgar og stundum á virkum dögum. Hvað gerirðu í vinnunni? Ég gef hestunum að borða, hleypi þeim út og moka skítinn. Svo hreyfi ég hestana og hjálpa krökkunum á námskeiðunum. Veistu af hverju þú heitir Kári? Mömmu og pabba fannst það bara fallegt.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir