Helga Rún Hjartardóttir

Þorkell Þorkelsson

Helga Rún Hjartardóttir

Kaupa Í körfu

Það er óhætt að segja að Helga Rún Hjartardóttir, fyrsta árs nemi í Verslunarskólanum, hafi farið óvenjulega leið í veggjaskreytingu á svefnherberginu sínu. "Mig hefur alltaf langað að graffa á vegginn í herberginu mínu, alveg frá því ég var krakki," segir Helga. "En foreldrar mínir hafa hingað til ekki verið neitt sérlega hrifnir af því og alltaf eytt málinu. Svo um daginn gerði besta vinkona mín þetta heima hjá sér. Það vildi þannig til að mamma hennar sá einhverja stráka vera að graffa niðri í bæ og hún fór bara til þeirra og spurði hvort þeir væru til í að spreyja einn vegg inni á heimili. Þeir voru alveg til í það og komu tveir saman og gröffuðu á vegginn hjá henni."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar