Snæfellsjökull minnkar

Hrefna Magnúsdóttir

Snæfellsjökull minnkar

Kaupa Í körfu

Snæfellsjökull hefur ekki farið varhluta af hlýindum í sumar og á undanförnum sumrum. Sumstaðar hafa jaðrar jökulsins hopað mjög mikið, allur hefur hann þynnst og er mikið sprunginn. Norðurhlíðin hefur þó haldið sér en þar liggur jaðarinn upp að miklum jökulgörðum og er hann þar enn nokkuð þykkur. Verra er með norðausturhornið, þar lá jökullinn fyrir nokkrum árum niður að Geldingafelli. Nú er hann horfinn þar af stóru svæði. Samfelldur jökull er nú ekki lengur í brekkunni suðvestan við Geldingafell. Þar hefur hryggur skotist upp úr ísbreiðunni í sumar og skilið eftir skafl slitinn frá aðaljöklinum og sá skafl minnkar nú dag frá degi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar