Íslandsmót á sjókajak

Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Íslandsmót á sjókajak

Kaupa Í körfu

Kajakróður nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi og alls hafa 68 manns af landinu öllu, karlar og konur, tekið þátt í mótum sumarsins. Nokkurs konar uppskeruhátíð kajakmanna var um helgina en þá fóru lokamót sumarsins fram. Þátttökumet var slegið um helgina í Hvammsvíkurmaraþoni, sem fram fór í sjötta sinn, en þar mættu 23 til leiks. Ísfirðingar urðu sigursælir á mótinu en Sveinbjörn Kristjánsson og Fanney Pálsdóttir frá Siglingafélaginu Sæfara á Ísafirði stóðu uppi sem sigurvegarar hvort í sínum flokki og slógu bæði brautarmet. Tekið var upp á þeirri nýbreytni að þessu sinni að keppa í liðum og fór lið frá Sæfara einnig með sigur af hólmi í þeirri keppni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar