Orkuveita Reykjavík veittir styrki til kvenna

Jim Smart

Orkuveita Reykjavík veittir styrki til kvenna

Kaupa Í körfu

Orkuveita Reykjavíkur hefur afhent styrki til fjögurra kvenna í iðnnámi og verk- og tæknifræðinámi og var hver styrkur að upphæð 225.000 krónur. Alls sóttu 35 konur um styrk vegna verkfræði- og tæknináms en fimm umsækjendur sóttu um iðnnámsstyrkinn, sem var nú veittur í þriðja sinn. Vatnsveita Reykjavíkur veitti fyrst styrk til kvenna í verkfræðinámið árið 1997 og hefur hlutfall kvenna í verkfræðideild HÍ hækkað úr 14 í 28% síðan þá, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá OR. Styrkþegar voru þær Kristjana Ósk Birgisdóttir, Verkfræðiháskólanum í Árósum, Ásdís Helgadóttir, véla- og iðnaðarverkfræðinemi við Háskóla Íslands, Jónína Þórunn Hansen, Vélskóla Íslands og Þeba Björt Karlsdóttir, rafvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar