Ísland - Búlgaría 1:3

Árni Torfason

Ísland - Búlgaría 1:3

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er óhjákvæmilegt að við verðum að gera eina breytingu þar sem Brynjar Björn var rekinn út af og verður því ekki með okkur hérna. Það verður í það minnsta ein breyting á landsliðinu frá leiknum gegn Búlgaríu," sagði Ásgeir Sigurvinsson, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sem mætir Ungverjum í Búdapest á morgun. Þetta er annar leikur liðsins í undankeppni HM, sá fyrsti var leikinn á Laugardalsvelli á laugardaginn og þar varð íslenska liðið að játa sig sigrað fyrir Búlgaríu, 3:1. Ungverjar töpuðu sínum fyrsta leik fyrir Króötum á útivelli, 3:0, og því má segja að bæði liðin komi hálfsærð til leiks í Búdapest. MYNDATEXTI: Hættu þessu væli ... gæti Heiðar Helguson verið að segja við búlgarska marðvörðin D. Kishishev.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar