Óskar Guðmundsson hjá Eldafli við Kolviðarhól

Óskar Guðmundsson hjá Eldafli við Kolviðarhól

Kaupa Í körfu

Vélsmiðjan Eldafl ehf. hefur afhent Orkuveitu Reykjavíkur hús sem sett hefur verið upp á Kolviðarhóli og verður notað við eftirlit með byggingu virkjunarinnar. Húsið er að öllu leyti byggt í smiðju Eldafls í Njarðvík og flutt í einingum og sett saman á Kolviðarhóli. "Ég fékk þá hugmynd fyrir tuttugu árum að byggja hús þar sem burðarvirkið væri úr stáli. Ég var þá með í huga íbúðarhús sem byggt yrði í verksmiðjunni og sett upp úti á landi. Eigandinn gæti síðan flutt það með sér á auðveldan hátt ef aðstæður hans breyttust," segir Óskar Guðmundsson, byggingarstjóri og einn fjögurra eigenda vélsmiðjunnar Eldafls ehf. MYNDATEXTI: Afhent: Húsið sem Óskar Guðmundsson stendur við var smíðað í einingum í vélsmiðju Eldafls í Njarðvík og skrúfað saman á Kolviðarhóli. Auðvelt verður að flytja það að næstu virkjun Orkuveitu Reykjavíkur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar