Ráðstefna um viðskipti

©Sverrir Vilhelmsson

Ráðstefna um viðskipti

Kaupa Í körfu

RÁÐSTEFNA um viðskipti Íslands og Svíþjóðar var haldin á Nordica hóteli í gær í tilefni af opinberri heimsókn sænsku konungshjónanna og krónprinsessunnar hingað til lands. Fram kom að mörg tækifæri væru til aukinna viðskipta. Það kemur væntanlega ekki neinum á óvart að Svíar líta ekki á Ísland sem sérdeilis stóran markað, eins og Jan Carlborg, varaframkvæmdastjóri Útflutningsráðs Svíþjóðar, bendir á í samtali við Morgunblaðið. "Oft hugsa fyrirtæki á þann veg að þau þurfi að ná stórum markaðshlut á litlum markaði eins og Íslandi til að það sé eftirsóknarvert að fara inn á hann," segir hann. "Á hinn bóginn fær maður oft mikið út úr viðskiptum við nágrannalönd sín og út frá því sjónarmiði hefur Ísland alveg sérstaka stöðu. Þess vegna er það hagsmunamál okkar að hvetja fleiri sænsk fyrirtæki til að eiga viðskipti við Ísland." MYNDATEXTI:Þjóðhöfðingjar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,og Karl Gústaf Svíakonungur sátu ráðstefnuna um viðskipti Íslands og Svíþjóðar, sem haldin var á Nordica hóteli í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar