Hollensk hljómsveit

Sverrir Vilhelmsson

Hollensk hljómsveit

Kaupa Í körfu

HOLLENSKA sveiflusveitin Van Alles Wat tók í hljóðfærin í miðbæ Reykjavíkur í gær og þrammaði um Laugaveginn, vegfarendum til mikillar ánægju. Sveitin, sem leikur tónlist úr öllum áttum, dvelur hér á landi í nokkra daga í tilefni af hollenskum dögum sem nú standa yfir og mun því skjóta upp kollinum víðs vegar um borgina og skemmta með lúðrablæstri og glaðlegri hrynjandi hátíðartónlistar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar