Sundlaugin

Kristján Kristjánsson

Sundlaugin

Kaupa Í körfu

GRÍÐARLEG aðsókn var að Sundlaug Akureyrar í sumar og aldrei hafa fleiri gestir komið í sundlaugina fyrstu átta mánuði ársins en nú í ár. Gestir laugarinnar þessa fyrstu átta mánuði ársins voru um 270.000 talsins, eða um 43.000 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Stærsta árið til þessa var 2001 en þá komu tæplega 258.000 gestir í laugina á umræddu tímabili, sem er rúmlega 12.000 gestum færra en í ár. MYNDATEXTI:Nemendur í 6. bekk í Oddeyrarskóla í nýju líkamsræktartækjunum í Sundlaug Akureyrar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar