Jón Arnar Magnússon

Jón Arnar Magnússon

Kaupa Í körfu

Jón Arnar Magnússon hafði í nógu að snúast dagana fyrir Ólympíuleikana í Aþenu, ekki síst þar sem inn í stranga dagskrá tugþrautarmannsins bættust við tímar með tískuteymi innan Samtaka iðnaðarins. "Þetta hefur verið mjög sérstök upplifun fyrir mig þar sem ég er ekki vanur svona umstangi. Í upphafi vissi ég reyndar ekkert út í hvað ég var að fara en ákvað að slá til og hef haft lúmskt gaman af. Það hefur verið ágætt að brjóta aðeins upp dagskrána og hugsa um eitthvað fleira en tugþrautina," segir hann um tímana með tískuteyminu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar