Sæunn Sæmundsdóttir ÁR - Þorvaldur Garðarsson

Alfons Finnsson

Sæunn Sæmundsdóttir ÁR - Þorvaldur Garðarsson

Kaupa Í körfu

Skipverjarnir á Sæunni Sæmundsdóttur ÁR frá Þorlákshöfn eru nýbúnir að setja um borð línubeitningarvél en þess háttar búnaður verður sífellt algengari um borð í smábátum. Þorvaldur Garðarsson skipstjóri er ánægur með línubeitningavélina en segir skipverjana vera að venjast vélinni. Þorvaldur rær með 6 rekka en í hverjum rekka eru um 1.200 krókar. Aflinn í róðri dagsins var um 4 tonn af blönduðum afla, en þó mest af löngu. Sagði Þorvaldur að þegar skipverjar væru búnir að ná góðum tökum á vélinni yrði rekkunum fjölgað. "En það er um að gera að sýna þolinmæði og læra þetta almennilega fyrst," sagði Þorvaldur. Hann sagðist ósáttur við að línuívilnunin næði eingöngu til þeirra línubáta sem reru með handbeitta línu. Stjórnvöld ættu ekki að skipta

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar