Ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar
Kaupa Í körfu
Halldór Ásgrímsson tók við embætti forsætisráðherra af Davíð Oddssyni á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær og Davíð tók við embætti utanríkisráðherra af Halldóri. Þá tók Sigríður Anna Þórðardóttir við embætti umhverfisráðherra af Siv Friðleifsdóttur sem verður óbreyttur þingmaður Framsóknarflokksins fyrir Suðvesturkjördæmi. Davíð mun áfram fara með ráðuneyti Hagstofu Íslands. MYNDATEXTI: Fráfarandi ríkisstjórn Davíðs Oddssonar á fundi ríkisráðs með Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í gær. Frá vinstri: Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, Davíð Oddsson, forsætisráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. Í bakgrunni til hægri er Ólafur Davíðsson, ríkisráðsritari og ráðuneytisstjóri. ATH. Á þessari mynd hafa Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson haft sætaskipti og Sigríður Anna Þórðardóttir hefur tekið við sem umhverfisráðherra.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir