Verkstæði Kötu á Eskifirði

Verkstæði Kötu á Eskifirði

Kaupa Í körfu

Innarlega við Strandgötuna á Eskifirði kúrir gamalt hús bakatil og hýsir Verkstæði Kötu. Þar innandyra úir og grúir af listgripum, sumum kynlegum, gerðum af ýmsum efnivið. Margir hlutanna tengjast náttúrunni og aðrir eru sprottnir úr kímnigáfu. Samanber vínglös sem hafa lognast út af og bjórflöskur orðnar að glerfínum ostabökkum, hestaskeifur halda um lukkuljós eða eru uppistaðan í litlum mannfígúrum við ýmsar athafnir. Að ótöldu öllu hinu sem prýðir hillurnar. MYNDATEXTI: Hestaskeifur í nýjum hlutverkum: Kristján Ragnarsson hefur ekki undan að skapa skeifukallana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar