Sólveig Illugadóttir

BFH

Sólveig Illugadóttir

Kaupa Í körfu

Mývatnssveit | Neysla fjallagrasa getur verið margra meina bót og margir hafa trú á lækningamætti þeirra. Þau teljast sérlega virk gegn sárum og bólgum í meltingarfærum. Einnig við hósta og fleiri kvillum í öndunarfærum. Ekki má síðan gleyma grasaystingi og fleiru matarkyns þar sem þau eru óviðjafnanleg. Sólveig Illugadóttir fer árlega austur á Móa til að afla sér grasa til vetrarins. Hún notar fjallagrösin einkum í grasaysting. Í þeirri grautargerð er hún sérfræðingur. Það var nokkuð seint af stað farið hjá Sólveigu með grasaferðina að þessu sinni, en bláber og hrútaber, sem nóg var af, höfðu forgang. Betra er annars að tína fjallagrös fyrr á sumrinu og þá í bleytu eða náttfalli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar