Opna Draumahús á Seyðisfirði - Þóra og Ríkey

Steinunn Ásmundsdóttir

Opna Draumahús á Seyðisfirði - Þóra og Ríkey

Kaupa Í körfu

Þóra Guðmundsdóttir arkitekt og Ríkey istjánsdóttir hönnuður hafa opnað verslun og vinnustofu á Seyðisfirði, sem ber nafnið Draumhús. Í Draumhúsi er á boðstólum fjölbreyttur varningur frá suðurhluta Indlands, svo sem sérsmíðuð húsgögn, fatnaður, textíll, leikföng, skart, reykelsi og fleira. Allur er varningurinn handunninn og sumt sérstaklega smíðað fyrir Þóru og Ríkeyju, en sú fyrrnefnda hefur verið langdvölum í Indlandi sl. fimmtán ár og er þar í samstarfi við arkitekt og handverksfólk. Hún hefur flutt með sér þó nokkuð af varningi og innréttaði m.a. Hótel Ölduna á Seyðisfirði með indverskum textíl og húsmunum. MYNDATEXTI: Indverskt draumhús með seyðsku ívafi: Þóra Bergný Guðmundsdóttir og Ríkey Kristjánsdóttir hafa opnað verslun og vinnustofu á Seyðisfirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar