Hjólreiðarmenn

Þorkell Þorkelsson

Hjólreiðarmenn

Kaupa Í körfu

Frítt föruneyti sex bæjarstjóra og eins borgarstjóra hjólaði um hjólastíga og götur höfuðborgarsvæðisins í gær. Á ferðum sínum vígðu þeir þrjú skilti með upplýsingum um hjóla- og gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu í þremur bæjarfélögum. Tilefni ferðalagsins var hjólreiðadagur Evrópsku samgönguvikunnar og hófst ferðin í Hafnarfirði þar sem Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, vígði fyrsta skiltið og hjólaði svo af stað áleiðis í Kópavoginn. Á leiðinni slóst Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, í hópinn og hjólaði hópurinn sem leið lá í Kópavoginn. MYNDATEXTI: Vel viðraði fyrir hjólreiðatúr bæjar- og borgarstjóra í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar