Minnisvarði í Selárdal

Morgunblaðið/Finnur Pétursson

Minnisvarði í Selárdal

Kaupa Í körfu

Minnisvarði um sjóslys afhjúpaður Það var þungbúið og strekkingur af hafinu í Selárdal í Arnarfirði sl. laugardag, þegar afhjúpaður var minnisvarði um sjóslys sem þar varð 20. september árið 1900. Þá fórust 18 menn af fjórum bátum frá Selárdal og Bakkadal í Arnarfirði. Ellefu konur urðu ekkjur og 24 börn misstu feður sína. Með Andvara frá Selárdal fórust fimm menn, með Halli frá Selárdal fórust fimm menn, með Skeiðisbátnum fórust fimm menn og með Feigsdalsbátnum fórust þrír menn. MYNDATEXTI: Minnisvarði: Helga Kristín og Hafrún Tryggvadætur fylgdust með afhjúpun minnisvarðans, en langalangafi þeirra, Guðmundur Egilsson, fórst með Feigsdalsbátnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar