Golfhótel - Fyrsta skóflustungan

Guðrún Vala Elísdóttir

Golfhótel - Fyrsta skóflustungan

Kaupa Í körfu

Fyrirhugað er að nýtt golfhótel verði risið fyrir 1. júní á næsta ári, nánar tiltekið á milli 7. og 8. brautar á golfvellinum að Hamri í Borgarnesi. Það eru hjónin Hjörtur Árnason og Unnur Halldórsdóttir sem byggja tæplega 1000 fermetra hótel, með 30 herbergjum, eldhúsi og tveimur fundarsölum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tók fyrstu skóflustunguna sl. föstudag og er ætlunin að jarðvinna fari í gang á næstu vikum. Peter Ottoson, sem er danskur arkitekt, teiknaði hótelið en Guðni Jóhannesson, prófessor við tækniháskólann í Stokkhólmi, er hönnuður. MYNDATEXTI: Fyrsta skóflustungan: Unnur Halldórsdóttir tekur í höndina á Sturlu Böðvarssyni sem hóf framkvæmdir, en á milli þeirra stendur Hjörtur Árnason.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar