Valgerður og Guðrún, kennarar

Árni Torfason

Valgerður og Guðrún, kennarar

Kaupa Í körfu

Kennarar víða um land sem Morgunblaðið ræddi við eru sammála um að í yfirstandandi kjarasamningum þurfi að ná fram verulegri hækkun grunnlauna. Ungir kennarar með stuttan starfsaldur segjast ekki ná endum saman og telja mikilvægt að lægstu launin hækki. Kennararnir eru einnig á því að undirbúningstími fyrir kennslu sé ekki nægur. "ÉG held að fólk sé mjög ákveðið í því núna að fá inn í samningana einhverja leiðréttingu á grunnlaunum. Það er nauðsynlegt," segir Valgerður G. Björnsdóttir, 54 ára kennari við Öskjuhlíðarskóla, sem hefur kennt í yfir 30 ár og að auki tekið sér ársleyfi tvisvar sinnum til að bæta við menntun sína. Dóttir hennar, Guðrún Lára Skarphéðinsdóttir, er 29 ára kennari í Seljaskóla með um fjögurra ára reynslu af kennslu auk þess sem hún er menntaður námsráðgjafi. Valgerður hefur 230 þúsund krónur í grunnlaun en Guðrún Lára 169 þúsund krónur. MYNDATEXTI: Valgerður G. Björnsdóttir og Guðrún L. Skarphéðinsdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar