Söngvarar Íslenku Óperunnar í Blóðbankanum

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Söngvarar Íslenku Óperunnar í Blóðbankanum

Kaupa Í körfu

Morðóði bartskerinn Sweeney Todd og hin blygðunarlausa frú Lóett gerðu hlé á myrkraverkum sínum á fimmtudag og lögðu inn sinn skammtinn hvort af blóði hjá Blóðbankanum. Reyndar voru þetta söngvararnir Ágúst Ólafsson og Ingveldur Ýr Jónsdóttir, sem fara með hlutverk skötuhjúanna, sem skelltu sér á blóðgjafabekkinn ásamt öðru starfsfólki Íslensku óperunnar. Tilefnið var að óperutryllirinn Sweeney Todd verður frumsýndur þann 8. október nk. Blóði er óspart úthellt í óperunni og þótti starfsfólkinu rétt að láta það ekki allt fara til spillis á sviðinu heldur gefa Blóðbankanum hluta af þessum verðmæta vökva.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar