Markaðsfundur SH

Morgunblaðið/RAX

Markaðsfundur SH

Kaupa Í körfu

Bob DeWitt hefur selt fisk frá Coldwater í 30 ár með góðum árangri "YFIRLEITT spyrja veitingamennirnir fyrst um verðið, en við reynum að fá þá til að kaupa aðeins það bezta, þorsk og ýsu frá Íslandi. Það sé fyllilega virði 30 til 40 senta að bjóða upp á úrvals fisk, því það þýðir að gesturinn kemur aftur og aftur," segir Bob DeWitt, framkvæmdastjóri fiskmiðlunarfyrirtækisins Direct Sales í Bandaríkjunum. Fyrirtækið rekur sögu sína 44 ár aftur í tímann, þegar faðir hans hóf að selja fisk frá Íslandi árið 1960. Bob hefur starfað við fyrirtækið í 30 ár og nú var sonur hans sem er 21 árs gamall að hefja störf hjá fyrirtækinu. Hann verður því þriðji ættliðurinn til að selja íslenzkan fisk undir vörumerkinu Icelandic. MYNDATEXTI: Fisksala Bob DeWitt selur aðallega þorsk og ýsu og aðeins frá Íslandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar