Framsóknarkonur leggja í dag upp í hringferð

Þorkell Þorkelsson

Framsóknarkonur leggja í dag upp í hringferð

Kaupa Í körfu

Framsóknarkonur leggja í dag upp í hringferð um landið undir yfirskriftinni: Konur til áhrifa! og ætla á næstu vikum að efna til funda í öllum helstu þéttbýliskjörnum landsins. Verður fyrsti fundurinn í Framsóknarhúsinu á Akranesi í kvöld kl. 20. Að sögn Unu Maríu Óskarsdóttur, formanns Landssambands framsóknarkvenna, er markmiðið með hringferðinni að efla starf framsóknarkvenna og þar með starf Framsóknarflokksins í heild sinni. MYNDATEXTI: Ríkarður Ríkarðsson lítur yfir jeppa sem framsóknarkonur nota í ferðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar