Heimasvið

Atli Vigfússon

Heimasvið

Kaupa Í körfu

Sviðakjammar eru uppáhaldsmatur margra, en þeir sem vel þekkja til segja að ekta sviðabragð fáist ekki af þeim sviðum sem nú eru á boðstólum. Guðný J. Buch á Einarsstöðum í Reykjahverfi, sem býr með nokkrar kindur, kann ráð við þessu því hún svíður sjálf hausa til heimilisins og kann það frá fornu fari. Þegar fréttaritari Morgunblaðsins leit inn hjá Guðnýju var hún önnum kafin við að svíða, en henni til aðstoðar var Anna Valgeirsdóttir frá Húsavík sem klippti og snyrti hausana með sauðaklippum og kunni auðsjáanlega handtökin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar