Sel - sólpallur

Kristján Kristjánsson

Sel - sólpallur

Kaupa Í körfu

NÝR sólpallur við Sel - hjúkrunardeild FSA - hefur verið tekinn formlega í notkun. Það var Vinahöndin, aðstandendafélag núverandi og fyrrverandi vistmanna á Seli, sem stóð fyrir byggingu sólpallsins en félagið naut aðstoðar fjölmargra aðila, með fjár- og vinnuframlagi. Valgerður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur tók við silfurskildi úr hendi Sigríðar Ingólfsdóttur, formanns Vinahandarinnar, og veitti pallinum þannig viðtöku fyrir hönd þeirra sem starfa og dvelja á Seli. MYNDATEXTI:Nýr sólpallur Fulltrúar Vinahandarinnar, fulltrúar þeirra aðila sem lögðu málinu lið og fulltrúar FSA.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar