Hringbraut

Jim Smart

Hringbraut

Kaupa Í körfu

Margir hafa veitt athygli hvítum skeljasandi sem notaður er í tengslum við framkvæmdir við færslu Hringbrautar við Vatnsmýrina. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra er sandinum dælt í land vestur í Örfirisey og hann notaður sem uppfyllingarefni í Hringbraut. Að hans sögn hefur skeljasandurinn mjög góða eiginleika sem henta í vegagerð, hann hleypir í gegnum sig vatni og truflar því ekki vatnsbúskap í mýrinni, auk þess sem hann er ódýr og ekki þarf að aka honum langar leiðir. Að sama skapi hefur það ekki farið framhjá íbúum Vesturbæjar að fjölmargir vörubílar aka daglega vestur úr bæ, fullhlaðnir af sandinum hvíta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar