Vesturlandsvegur

Vesturlandsvegur

Kaupa Í körfu

Tvö umferðaróhöpp hafa orðið á Vesturlandsvegi til móts við Korpúlfsstaði um helgina þar sem ökumenn hafa ekið á steinstólpa á veginum sem þar eru vegna framkvæmda við tvöföldun Vesturlandsvegar. Steinstólparnir loka veginum og eiga að vísa ökumönnum inn á hlykk sem gerður hefur verið á veginn vegna framkvæmdanna. MYNDATEXTI: Steinstólparnir sem bifreiðarnar tvær óku á um helgina eru með blikkljósum. Sé ekið úr Mosfellsbæ í áttina til Reykjavíkur er varað við breytingu á legu Vesturlandsvegar aðeins fáum metrum áður en komið er þar að.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar