Íslenskir skákmenn í París

Skapti Hallgrímsson

Íslenskir skákmenn í París

Kaupa Í körfu

Viðamikil íslensk menningarkynning hefst formlega í París í kvöld og verður ísjakanum úr Jökulsárlóni komið fyrir nú í morgunsárið fyrir utan Palais de la Découverte, Höll uppfinninganna, þar sem kynningin hefst. MYNDATEXTI: Að mótinu loknu tefldu íslensku og frönsku stórmeistararnir fjöltefli við um 100 manns í Lúxemborgargarðinum, fyrir utan Senatið. ( Árlegt skákmót franska Senatsins, öldungadeildar franska þingsins, fór fram um helgina. Fjórir franskir stórmeistarar öttu þar kappi við íslensku stórmeistarana Helga S. Ólafsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Margeir Pétursson og Jóhann Hjartarson. Í landskeppninni, sem fram fór á laugardeginum, sigraði Ísland 3:1 en í einstklingskeppninni sem lauk á sunnudeginum, sigraði Helgi Ólafsson - lagði Frakkann Fressinet í tveimur skákum. Halldór Blöndal forseti Alþingis tók á móti bikar vegna sigurs Íslands á Frakkland, úr hendi öldungardeildarþingmanns frá París, Cherioux að nafni, og það var svo gamli heimsmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky, sem afhenti Helga Ólafssyni bikar vegna sigurs í einstaklingskeppninni. Að mótinu loknu tefldu íslensku og frönsku stórmeistararnir fjöltefli við alls 100 manns í Lúxemborgargarðinu, fyrir utan Senatið, í blíðskaparveðri. Fjölmargir horfðu á.).

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar