Strengjakvartett í Salnum

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Strengjakvartett í Salnum

Kaupa Í körfu

Salurinn | Tékkneskir tónar verða í algleymi þegar Pi-Kap-kvartettinn frá Tékklandi leikur í salnum í kvöld. Á efnisskrá kvartettsins verða verk eftir tékknesku tónskáldin Jan Zach, Antonín Dvorák og Bedrich Smetana, en þeir eru allir meðal þekktustu tónskálda Tékklands. Þau Martin Kaplan og Lenka Šimandlova fiðluleikarar, Miljo Milev víóluleikari og Petr Pitra sellóleikari voru gómuð af ljósmyndara Morgunblaðsins þegar þau voru við æfingar í Salnum í gær, en þau kipptu sér ekkert upp við heimsóknina og héldu áfram að láta tékknesk ævintýri streyma út um við og strengi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar