Björninn - Narfi frá Hrísey 9:7

Björninn - Narfi frá Hrísey 9:7

Kaupa Í körfu

BJÖRNINN vann nýliða Narfa frá Hrísey 9:7 í fyrsta leik Íslandsmóts karla í íshokkíi sem fram fór í Egilshöllinni á laugardagskvöldið. Sergei Zak skoraði þrjú marka Bjarnarins, Hrólfur Gíslason gerði einnig þrjú mörk en eitt mark hver gerðu þeir Brynjar Þórðarson, Vilhelm Bjarnason og Gunnar Gunnarsson. Hjá Narfa var Ville Lager atkvæðamestur við markaskorun, hann skoraði í þrígang, en Haraldur Vilhjálmsson, Snorri Rafnsson, Héðinn Björnsson og Heiðar Ingason skoruðu einu sinni hver. MYNDATEXTI:Úr fyrsta leik Íslandsmótsins í íshokkíi, þar sem leikmenn Bjarnarins lögðu nýliða Narfa frá Hrísey að velli í fjörugum leik, 9:7.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar