Laufskálarétt

Sigurður Sigmundsson

Laufskálarétt

Kaupa Í körfu

"Það má alltaf búast við einhverju þegar svona margt fólk kemur saman en þetta leysist bara upp í söng og gleði eins og venjulega," sagði Steinþór Tryggvason, bóndi í Kýrholti í Viðvíkursveit, réttastjóri í Laufskálarétt í Hjaltadal. Smölun á stóðinu og réttastörf gengu sömuleiðis afar vel, að hans sögn. Til Laufskálaréttar er rekið stóð bænda úr Viðvíkursveit og Hjaltadal sem gengið hefur sumarlangt á Kolbeinsdalsafrétti. MYNDATEXTI: Aldrei fjölmennari Sumir fastagestanna í Laufskálarétt töldu að aldrei hefðu fleiri verið þar saman komnir. Samkoman leystist að lokum upp í söng og gleði að hætti Skagfirðinga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar