Aflraunasteinn í Brúarási - Guðmundur Björgvinsson

Sigurður Aðalsteinsson

Aflraunasteinn í Brúarási - Guðmundur Björgvinsson

Kaupa Í körfu

Bóndi í Hlíðinni færir Brúarásskóla aflraunastein Jökulsárhlíð | Guðmundur Björgvinsson frá Ketilstöðum í Hlíð kom færandi hendi í Grunnskólann í Brúarási, þegar hann færði skólanum 130 kílóa aflraunastein. Á honum reyndi Guðmundur afl sitt, sem var þó nokkurt þegar hann var ungur maður úti í Hlíð. Guðmundur segir að árið 1943 hafi komið hlaup í Fögruhlíðará, sem var svo sem ekkert óvenjulegt, en þegar hlaupið sjatnaði hafi þessi steinn komið í ljós í árbakkanum. MYNDATEXTI: Sestur í helgan stein Guðmundur Björgvinsson er nokkuð við aldur og hefur látið af aflraunum. Hann gaf Brúarásskóla því aflraunasteininn sinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar