Unnið í kennaraverkfalli

Rax /Ragnar Axelsson

Unnið í kennaraverkfalli

Kaupa Í körfu

ÞESSIR strákar úr 9. bekk í Hlíðaskóla nýta lausa tímann sem verkfalli fylgir vel. Þeir hafa verið í fullri vinnu við að leggja þökur, hellur og fleira frá því verkfallið hófst. "Við ætluðum bara að reyna að vinna eitthvað í staðinn fyrir að liggja í leti og gera ekki neitt," segir Davíð Örn Símonarson sem tyllti sér inn í gröfuna rétt á meðan myndin var tekin. Hann vinnur þó ekki á gröfunni, enda of ungur til þess og ekki með vinnuvélaréttindi. Til vinstri er Ólafur Hrafn Steinarsson og til hægri sést Alexander Lúðvígsson sturta úr hjólbörum. Strákarnir voru við vinnu sína á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar þegar ljósmyndara bar að garði. Davíð Örn er ekki ósáttur við verkfallið og saknar skólabókanna lítið. "Þetta er bara snilld að fá frí og hafa tíma til að vinna sér inn pening. Ég held að það vilji enginn okkar fara aftur í skólann strax."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar