Siglufjörður

Alfons Finnsson

Siglufjörður

Kaupa Í körfu

TRILLUKARLINN Sverrir Ólason frá Siglufirði, sem rær á handfærabátnum Gyðu Jónsdóttur, var ekkert allt of ánægður með aflann á föstudag, en hann var aðeins um 230 kíló. "Ég var aðeins um 3 tíma að skaka hér grunnt út af firðinum, en svo fór vélin að stríða mér svo ég varð að fara í land til að laga það sem fór úrskeiðis," sagði Sverrir. Hann var þó ánægður með aflabrögðin daginn á undan, en þá náði hann í um eitt tonn af fallegum fiski.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar